Sumarið 2024 var viðburðaríkt hjá listamanninum sem tók þátt í tveimur samsýningum, Öldurót á Sjómannadaginn í Vestmannaeyjum og á Mærudögum á Húsavík. Þar að auki var einkasýningin SkapAndi haldin í Hörpu á Menningarnótt. Allar sýningarnar voru vel sóttar og þakkar listamaðurinn gestum fyrir komuna. SkapAndi var styrktarsýning fyrir Kvennaathvarfið og var fimmta einkasýningin í sýningarröðinni Listin að lifa þar sem sýnd voru bæði ný og eldri verk. Andrea hefur á síðast liðnum árum selt töluverðan fjölda verka, bæði innanlands og út fyrir landsteinana – og jafnframt fengið áskoranir og boð um að sýna erlendis. Listamaðurinn hefur hingað til viljað einbeita sér að því að sýna í heimalandinu.