Einkasýning opnuð á Menningarnótt

Sýningin “Hugarheimur” var formlega opnuð á Menningarnótt 2023. Sýningin er sú fjórða í sýningarröðinni “Listin að lifa” sem hófst á Menningarnótt árið 2022 sem markaði nýtt upphaf fyrir listamanninn. Stöðugur straumur af fólki var á sýninguna fram eftir kvöldi og örtröð myndaðist á opnun, en líklega voru það um fjögur hundruð manns sem sóttu sýninguna…

Read more "Einkasýning opnuð á Menningarnótt"

Fyrsta einkasýningin á heimaslóðum

Sköpunargleðinni var deilt á æskustöðvunum í ár með uppsetningu einkasýningarinnar „Þeir fiska sem róa“ á Húsavík á Mærudögum þann 27. júlí 2023. Sýningin var sú þriðja í sýningarröð sem kallast „Listin að lifa“ sem fór af stað í tilefni hálfrar aldar afmælis listamannsins í ágúst síðast liðnum. Sýningin var mjög vel sótt og um helmingur verkanna af sýningunni…

Read more "Fyrsta einkasýningin á heimaslóðum"

Listaverk sýnd erlendis

Listsköpun mín hefur nú fangað athygli erlendra aðila út í hinum stóra heimi. Safnstjórar tveggja listagallería höfðu nýlega samband við mig og vilja fá að sýna verkin mín. Það hlýtur að teljast ákveðinn áfangi í frama listamanns. Ég ákvað að þiggja annað boðið og skrifaði nýverið undir samning um birtingu nokkurra listaverka minna hjá Galeria…

Read more "Listaverk sýnd erlendis"

Listaverkauppboð til styrktar Kvennaathvarfinu

Andrea Ólafs lagði fram tvö verk í listaverkauppboð til styrktar Kvennaathvarfinu sem hófst á heimasíðu Gallerí Foldar þann 29. október. Verkin verða til sýnis í sýningarrými Foldar á Rauðarárstíg. Góðgerðarkvöld fer fram þar þann 3. nóvember.  Safnað er fyrir stærra og hentugra húsnæði fyrir Kvennaathvarfið en yfir 700 konur leita þangað árlega í leit að ráðgjöf og…

Read more "Listaverkauppboð til styrktar Kvennaathvarfinu"

Góðar viðtökur með dúndurstarti

Andrea Ólafs opnaði sína fyrstu einkasýningu í Gallerý Grásteini á Menningarnótt. Viðtökur fólks fóru langt fram úr væntingum listamannsins, hundruðir manna heimsóttu sýninguna og meirihluti verkanna seldust á fyrstu tveimur klukkutímunum. Sýningin mun standa til 30. ágúst svo enn er tækifæri að ná sér í verk frá þessu fyrsta tímabili listsköpunar í lífi nýs listamanns.…

Read more "Góðar viðtökur með dúndurstarti"

Viðtal í Fréttablaðinu

Meðal undirbúnings fyrir fyrstu einkasýninguna á Menningarnótt var þetta einlæga og skemmtilega viðtal sem birtist í Fréttablaðinu þann 16. ágúst 2022. Þar má sjá hvernig lífið breyttist og skaparinn kom úr skápnum. Því miður virkar tengill ekki lengur þar sem Fréttablaðið hefur látið af störfum. Tilfinningaleg togstreita að hleypa skaparanum á stökk (frettabladid.is)

Read more "Viðtal í Fréttablaðinu"