Listaverk sýnd erlendis

Listsköpun mín hefur nú fangað athygli erlendra aðila út í hinum stóra heimi. Safnstjórar tveggja listagallería höfðu nýlega samband við mig og vilja fá að sýna verkin mín. Það hlýtur að teljast ákveðinn áfangi í frama listamanns.

Ég ákvað að þiggja annað boðið og skrifaði nýverið undir samning um birtingu nokkurra listaverka minna hjá Galeria Azur í Madrid á Spáni. Nokkur af verkum mínum verða því til sölu á gallerívef þeirra ásamt einum stærsta listasöluvef í heimi; Artsy.net.