Brjálæði

Akrýl á striga – 30×60 cm – selt.

Það átti að verða ósköp lítið og saklaust – en sköpunarferlið endaði í algjöru brjálæði með tilheyrandi útrás fyrir tjáningu á meðan það var í vinnslu. Ég hef stundum hugsað þegar ég horfi á það að ég ætti líklega að reyna að gera meira af þessu – en það er ekki alltaf hlaupið að því að sækja svona tilfinningahita inn á við og hleypa honum út.