Geislabaugur – selt

100×70 cm – Akrýl á striga – Eftirprent fáanleg

Í glaðbeitturm og góðum gír skapaði ég Geislabauginn sem seldist á sýningu minni á Menningarnótt í ágúst 2023.

Alheimurinn hefur ekkert upphaf og engan endi. Hann er eilífur. Það getur verið örlítið snúið fyrir mannshugann að ná utan um hugmyndir um eilífðina, hvað þá að skilja eilífðina sjálfa. Geislabaugur ber með sér táknmynd af egypskum shen ring, verndarhring sem einnig ber með sér þessa merkingu eilífðarinnar.

Áhugaverð táknmynd í geometrísku sköpunarflæði.