Hjartans hörpustrengir – selt

Akrýl á striga – 2x40x40 cm – selt.

Verkið er það sem ég kalla systraverk, unnið sem eitt verk á tvo samhliða striga í október 2021.

Stundum leyfi ég hugmyndum þeirra sem fyrstir sjá verkin að koma fram í nafngift. Góður vinur minn sá þessar saman og sagði strax: ,,slá þú hjartans hörpustrengi” og minnti mig þar með á fallegt Bach tónverk með íslenskum texta eftir Valdimar Briem. Læt ég hér fylgja með fyrsta erindið:

Slá þú hjartans hörpu strengi,
hrær hvern streng sem ómað fær.
Hljómi skært og hljómi lengi
hósíanna nær og fjær.
Hvert þitt innsta æðarslag
ómi’ af gleði þennan dag.
Konungurinn konunganna
kemur nú til sinna manna.

Lag: Johann Sebastian Bach. Ljóð: Valdimar Briem 22