Ocean Clockwork

Akrýl á striga – 95×65 cm – 198.000 kr. (með ramma)
Frumverkið hefur verið innrammað í svörtum flotramma sem er innifalinn í verðinu.
Árituð eftirprent eru fáanleg eftir pöntun.

Verkið er unnið í desember 2021 undir listrænum innblæstri frá Wassily Kandinsky sem stundum er kallaður faðir abstrakt listarinnar.

Dóttir mín lagði til nafnið eftir að hafa fylgst með sköpunarferlinu. Hún sagðist fá tilfinningu fyrir hafinu og klukku-gangverki. Hún hugsar stundum á ensku og þannig komu orðin til hennar.