Serenity / Æðruleysi – selt

Akrýl á striga – 100×70 cm – 2022.

Einhvers konar friðsæl æðruleysis-stemning Tunglgyðjunnar var með mér í þessu sköpunarferli. Hún er kvenleg, mjúkleg, fögur og friðsæl. Hún hefur æðruleysið með sér, en á sama tíma er hún skörp og ákveðin. Í þessu verki fá hinir kvenlegu tónar að njóta sín í samblandi við skerpu og dýpt með lagskiptri hreyfingu, litum og áferð.